Aðalfundur SÍL 2024 í aðstöðu Lúðrasveitar Hafnarfjarðar, Tónkvís, 3. Mars kl 16:30
Mætt: Páll frá Lúðrasveit Verkalýðsins, Þorkell frá Svaninum, Finnbogi frá Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Brynjar frá Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Rannveig frá Lúðrasveit Verkalýðsins, Hans frá Brassbandi Reykjavíkur, Gréta frá Brassbandi Reykjavíkur, Sævar frá Svaninum, Ágústa frá Lúðrasveit Þorlákshafnar, Ólafur frá Lúðrasveit Vestmannaeyja
Fundur er samþykktur löglegur
Páll er fundarstjóri og Hans er ritari
Páll fer yfir skýrslu stjórnar og er hún samþykkt
Hans fer yfir fundargerð síðasta aðalfundar og er hún samþykkt
Reikningar síðasta árs lagðir fram og eru þeir samþykktir með fyrirvara um samþykki skoðunarmanna. Þorkell spurði út í veraldlegar eigur SÍL og Finnbogi svarar að eina eignin, sem var gömul fartölva, hafi endað á haugunum. Palli nefnir að til sé gamall skjalaskápur sem líklega fer sömu leið.
Tvær lagabreytingar voru lagðar fram. Önnur fól í sér allsherjar yfirferð á lögunum eins og þau birtast á heimasíðunni sil.is með tilliti til innsláttarvillna og stafsetningar og var hún samþykkt. Hin fjallaði um breytingar á 15. grein og fjallaði um að breyta orðinu menn í fólk. Þar sem ekki má breyta þessari grein samkvæmt lögunum þá tók fundurinn þá afstöðu að þar sem ekki væri verið að breyta tilgangi greinarinnar þá væri þessi breyting í lagi og var samþykkt samhljóða.
Árgjald var ákveðið kr: 20.000,- en þar sem of lágt árgjald var rukkað eitt árið þá var það sett í hendur gjaldkera að senda rukkun upp á kr: 25.000,- til að leiðrétta það.
Kosning stjórnar fór fram.
Páll bauð sig áfram fram sem formaður og var samþykktur
Hans bauð sig áfram fram sem ritari og var samþykktur
Ólafur bauð sig áfram fram sem gjaldkeri og var samþykktir
Brynjar bauð sig áfram fram sem meðstjórnandi og var samþykkur
Ágústa bauð sig ekki áfram fram. Þorkell bauð sig fram sem meðstjórnandi í hennar stað og var samþykktur.
Skoðunarmenn reikninga verða áfram Valgeir og Vilborg.
Leikandi Létt 3 er alveg á loka, loka metrunum. Síðustu útsetningar að detta í hús. Það var einhver misskilningur að ef allir fengu template að þá yrði þetta allt eins en svo er víst ekki.
Sumir útsetjarar skila inn samandregnum partitúr en einhverjir eru ekki að gera það. Það veldur því að það er erfitt fyrir stjórnendur að lesa suma partitúra. Fundurinn er sammála um að þetta verði að vera læsilegt og Þorkell tekur það að sér að taka þetta með útsetjurum.
Það er einhver munur á pörtunum en fundurinn er sammála því að það þurfi ekki að verja tíma í að lagfæra það.
Það er samþykkt að um leið og bókin er tilbúin þá verði hún gerð aðgengileg. Prentuð útgáfa komi síðar.
Það væri gott að fyrir næstu bók liggi fyrir nákvæm lýsing á hvernig uppsetningin á að vera til að koma í veg fyrir auka vinnu.
Þorkell er ósáttur við STEF og finnst eðlilegt að sá sem greiðir fyrir vinnuna eigi afraksturinn. Í tilfelli Leikandi Létt 3 þá eiga útsetjararnir afraksturinn og bera ábyrgð á því að þeir hafi haft leyfi til útsetningarinnar.
Samkvæmt Fjölís þá má taka ljósrit en það þarf að vera sannanlegt að hljómsveitin eigi jafn mikin fjölda frumrita og eru nýtt við flutning.
Páll fékk þakkir fyrir óeigingjarna vinnu við útgáfuna.
Þorkell, í samráði við Pál, talaði við Menntastofnun um Rauðu Bókina (Íslensk Alþýðulög og Sálmar). Eftir smá samningaviðræður var það niðurstaðan að Þorkell myndi skanna alla parta sem hann finnur og koma til Menntastofnunar sem myndi gera þá aðgengilega öllum lúðrasveitum á landinu.
Palli sagði að það væri til nokkuð magn af Rauðu og Hvítu bókunum. Rætt um að það væri gott að þær væru til stafrænar og aðgengilegar.
SÍL stefnir á að funda með SÍSL til að fara yfir nótnamál og fleira. Ræða um sameiginleg hagsmunamál og efla samstarf og samvinnu en reyna að halda aldurstakmörkum og þess háttar sem hefur verið rætt áður fyrir utan fundinn.
Spurt var út í hvað væri að frétta af Landsmóti. Það vantaði skipuleggjendur þess á fundinn og því lítið um svör. Páll fékk það hlutverk að biðja skipuleggendur um að koma með upplýsingar sem fyrst. Flestir eru sammála um að fyrirkomulagið undanfarið hefur verið gott hvað varðar sameiginlegar sveitir. Lögð áhersla á að partý og næturmarseringar verði til staðar og ekki verra ef lögreglan þarf að hafa afskipti af hópnum. Einnig nefnt að það þurfi að nota tækifærið til að vekja athygli á lúðrasveitastarfinu með því að vera með húllumhæ á torgum í stað þess að spila tónleika fyrir okkur sjálf.
Fundi slitið kl 18:10