Aðalfundur SÍL var haldinn þann 12. Mars 2023 klukkan 17 í húsnæði Lúðrasveitar Verkalýðsins í Þórunnartúni ásamt því að boðið var upp á fjarfund. 

Mætt voru Ágústa frá Lúðrasveit Þorlákshafnar, Brynjar frá Lúðrasveit Hafnarfjarðar,  Freyr frá Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs, Hans frá Brassabandi Reykjavíkur, Ívar frá Lúðrasveit Verkalýðsins, Jón frá Lúðrasveit Reykjavíkur, Ólafur frá Lúðrasveit Vestmannaeyja, Páll frá Lúðrasveit Verkalýðsins, og Snorri frá Lúðrasveitinni Svani


Páll var samþykktur fundarstjóri og Hans sá um ritun fundargerðar. 


Fundurinn var samþykktur löglegur og að rétt var til hans boðað. 


Páll fór yfir skýrslu stjórnar og var hún samþykkt. 


Hans fór yfir fundargerð síðast fundar og var hún samþykkt. Gjaldkerfi mundi þá eftir að árgjaldið hafði verið hækkað og sagðist myndu hækka næsta greiðsluseðil til samræmis við það. 


Farið var yfir reikninga og voru þeir samþykktir með fyrirvara um samþykki skoðunarmanna. Það var skortur á aðgangi að reikningunum vegna yfirferðar skattsins á fjármálum Sambandsins. 


Engar tillögur um lagabreytingar lágu fyrir


Samþykkt var að árgjald yrði áfram kr: 20.000,-


Kosning stjórnar fór fram.

Páll var kosinn formaður áfram

Ólafur var kosinn gjaldkeri áfram

Hans verður áfram ritari

Brynjar og Ágústa verða áfram meðstjórnendur. 

Valgeir og Vilborg verða áfram skoðunarmenn reikninga. 


Önnur mál voru ýmisleg. 

Sóley úr Lúðrasveit Fljótsdalshéraðs og Jón úr Lúðrasveit Reykjavíkur höfðu rætt saman og fengið þá hugmynd um að halda Landsmót saman á Egilsstöðum 20024 og var þeirri tillögu vel fagnað. Yrði líklega mánaðarmótin september október 2024 en ekki komin endanleg ákvörðun. Það verður kynnt þegar nær dregur. 


Talað um að gefa út Leikandi Létt 3 og hafa hana í sama formi og áður. Prentaða í A5 og myndi virka fyrir brass kvintett og upp í fulla sveit. Reyna að fá styrk frá STEF og ná að gefa út snemma 2024. 


Örlítið rætt um tæknimál og Hans tilkynnti að hann hafi náð SIL.is úr klóm þeirra sem skráðu það þegar gleymdist að greiða árgjald lénsins. 


Stjórn SÍL tók fyrir Samtök Lúðrasveit vegna Höfundarréttar. Nokkur peningur inni á reikningum þeirra samtaka og var ánægja hjá fundarmönnum með að það hafi tekist að bjarga þeim peningum. 

Var stofnað til að halda utan um höfundarrétt vegna útgáfu lúðrasveitanna. Fundurinn samþykkti að þeir peningar sem inn í gegnum þessa yfirtöku fari til nótnaútgáfu og einnig samþykkt að félögin verði sameinuð og er það sett í hendur formanns hvernig best er að útfæra það. 


Páll formaður fór í aðstöðu Svansins og braust inn í SÍL skápinn til að reyna að finna eldri útgáfur SÍL en fann ekkert. 


Rætt um að það sé umfangsmikið verkefni að halda utan um nótnaeign sveitanna


Páll áréttar að það þurfi að fara yfir póstföng sveitanna og tryggja að allt sé rétt skráð og einnig að réttir tengiliðir séu meðlimiri í Facebook hópnum “stjórn SÍL”


Ólafur gjaldkeri minnti sveitirnar á að greiða greiðsluseðla


Fundi var slitið kl 18:03